Mengun í Elliðaánum

Einkennilegur litur á Elliðaánum,
Einkennilegur litur á Elliðaánum,
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is

Að sögn Arnar verður það hans fyrsta verk að kanna málið í dag og bregðast við eftir atvikum. Segir hann óviðunandi ef rétt reynist að mengun berist í árnar úr öðru sveitarfélagi, ekki síst í ljósi þess að Reykjavíkurborg hafi á umliðnum árum eytt ómældum tíma og fjármunum í að halda Elliðaánum hreinum, t.d. með því að koma upp settjörnum sem taka við yfirborðsvatni svo það mengi ekki árnar. „Ég óttast að svona mengun geti haft áhrif á dýralífið í ánum."

Að sögn Magnúsar Sigurðssonar, sem starfar að umsýslu fasteigna hjá OR, er annars vegar um að ræða rör frá iðnaðarhverfi í Kópavogsbæ sem liggur út í ána skammt frá Breiðholtsbrú, en með því berist sjóðandi heitt vatn og "önnur óþekkt efni", eins og hann orðar það. Hins vegar sé um að ræða rör sem liggi frá bílaþvottastöð skammt frá Sprengisandi, en við ákveðin skilyrði berist sápa þaðan út í árnar. Aðspurður segir hann ástandið hafa verið svona í tæpt ár og hann hafi ítrekað sett sig í samband við Kópavogsbæ til að benda mönnum á málið en án viðbragða.

Settjörn væntanleg

Í hnotskurn
» Deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogsbæjar segir aðeins um yfirborðsvatn að ræða.
»Y firborðsvatn úr neðsta hluta iðnaðarhverfis í Urðarhvarfi rennur út í Elliðaárnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert