Tekinn á 183 km hraða á Reykjanesbrautinni

Ökumaður bifhjóls var stöðvaður á 183 km hraða á Reykjanesbrautinni á um kl. 17 í dag. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum var ökumaðurinn sviptur ökuréttindum og má hann búast við hárri fjársekt.

Annar ökumaður var stöðvaður á 115 km hraða á Reykjanesbrautinni í dag.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri hafa sex verið teknir fyrir hraðakstur, en sá sem hraðast ók mældist á 130 km hraða í Öxnadal.

Lögreglan á Akranesi hefur haft afskipti af átta ökumönnum í dag vegna hraðaksturs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka