Tekinn á 183 km hraða á Reykjanesbrautinni

Ökumaður bif­hjóls var stöðvaður á 183 km hraða á Reykja­nes­braut­inni á um kl. 17 í dag. Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um var ökumaður­inn svipt­ur öku­rétt­ind­um og má hann bú­ast við hárri fjár­sekt.

Ann­ar ökumaður var stöðvaður á 115 km hraða á Reykja­nes­braut­inni í dag.

Að sögn lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri hafa sex verið tekn­ir fyr­ir hraðakst­ur, en sá sem hraðast ók mæld­ist á 130 km hraða í Öxna­dal.

Lög­regl­an á Akra­nesi hef­ur haft af­skipti af átta öku­mönn­um í dag vegna hraðakst­urs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert