Það er síld!

Eft­ir Hjört Gísla­son hjgi@mbl.is

Gömlu síld­arár­in hreint æv­in­týri

Síðastliðin ár hef­ur ekki náðst sam­komu­lag um veiðarn­ar og því verið veitt um­fram ráðlegg­ing­ar fiski­fræðinga. Sam­komu­lag um skipt­ing­una er hins veg­ar í gildi nú og því verða veiðarn­ar í sam­ræmi við ráðlegg­ing­ar. Norðmenn hafa mesta hlut­deild, 61%, en hlut­deild Íslands er 14,5%. Kvóti Íslands er um 183.000 tonn á þessu ári en í fyrra varð afl­inn 157.000 tonn. Norðmenn hafa lengi viljað auka hlut sinn veru­lega á kostnað annarra þjóða á grund­velli þess að síld­in hrygni við Nor­eg og haldi sig lengst af inn­an norskr­ar lög­sögu. Með breyttu göngu­mynstri síld­ar­inn­ar er þó ljóst að vígstaða Íslands verður mun betri en áður. Íslend­ing­ar hafa í aukn­um mæli veitt síld­ina inn­an eig­in lög­sögu. Í fyrra veidd­ust 40.000 tonn í eig­in lög­sögu, 38.000 tonn í þeirri fær­eysku og 79.000 tonn í Síld­ars­mugunni, alþjóðlega hafsvæðinu milli Íslands og Nor­egs.

Mik­il­vægi síld­ar­inn­ar

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert