Ásakanir um slæma meðferð á Portúgölum við Kárahnjúka kannaðar

António Braga, und­ir­ráðherra í ut­an­rík­is­ráðuneyti Portú­gals, seg­ir að þarlend stjórn­völd hafi eng­ar form­leg­ar upp­lýs­ing­ar um meinta þrælsmeðferð á portú­gölsk­um verka­mönn­um við Kára­hnjúka, sem fjöl­miðlar í Portúgal hafa haft eft­ir þarlendu verka­lýðsfé­lagi. Fram kom í frétt­um Útvarps­ins að ut­an­rík­is­ráðuneytið hefði samt skipað sendi­herra Portú­gals í Ósló sem fer með portú­gölsk mál­efni á Íslandi að kom­ast að hinu sanna í mál­inu í sam­vinnu við ræðismann Portú­gals í Reykja­vík.

Útvarpið hafði eft­ir und­ir­ráðherr­an­um, að ef sú eft­ir­grennsl­an staðfesti ásak­an­ir um illa meðferð sé Portú­gals­stjórn í stakk búin til að grípa til aðgerða og styðja portú­galska borg­ara við vinnu á svæðinu.

A Lusa, stærsta frétta­veita Portú­gals, hafði í gær eft­ir ónefnd­um portú­gölsk­um verka­manni sem vinnumiðlun réð til starfa á Íslandi, að vinn­an á Kára­hnjúk­um hefði verið afar slæm reynsla og farið væri með portú­galska starfs­menn nán­ast sem þræla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert