Ellefu tonn á stöng við Eyjar

Börnin fengu smá fræðslu um lifnaðarhætti steinbíta.
Börnin fengu smá fræðslu um lifnaðarhætti steinbíta. mbl.is/GSH

Marg­ir biðu á Binna­bryggju í Vest­manna­eyj­um þegar þátt­tak­end­ur í sjó­stang­veiðimóti komu inn í dag. Mótið fór fram í gær og dag. 36 kepp­end­ur voru í mót­inu á níu bát­um og var afl­inn þokka­leg­ur, eða um 5,5 tonn hvorn dag. Veðrið var þokka­legt þótt ein­hverj­ir kvörtuðu yfir brælu.

Alls eru átta mót í ár­legri Íslands­mótaröð í stang­veiði og var mótið í Vest­manna­eyj­um annað í röðinni. Það fyrsta var Reykja­vík­ur­mótið, sem raun­ar fór fram á Pat­reks­firði.

Margir fylgdust með þegar keppnisbátarnir komu í höfn í Vestmannaeyjum.
Marg­ir fylgd­ust með þegar keppn­is­bát­arn­ir komu í höfn í Vest­manna­eyj­um. mbl.is/​GSH
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert