Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar að láta af stjórnarformennsku í Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirsjáanlegra anna í embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.
Guðlaugur Þór lætur formlega af stjórnarformennsku á aðalfundi Orkuveitunnar 8. júní en Haukur Leósson, sem situr í stjórn Orkuveitunnar verður stjórnarformaður.