Lögreglan hefur handtekið karlmann sem rændi verslun 10-11 á Dalvegi í Kópavogi nú í morgun. Maðurinn náði að komast úr versluninni með varning og náðist hann í Seljahverfi í Breiðholti þar sem hann var handtekinn kl. 9:17.
Að sögn lögreglu ógnaði maðurinn starfsfólki verslunarinnar með járnstöng en engan sakaði þó í ráninu.
Maðurinn náðist að komast undan en lögreglumaður sem kom fyrstur á vettvang sá manninn þar sem hann var að yfirgefa verslunina og veitti honum eftirför.
Ræninginn náði hinsvegar að komast yfir í Seljahverfið þar sem hann var loks handtekinn. Lögreglan segir manninn, sem var undir áhrifum vímuefna, hafa veitt lögreglu mótþróa.
Maðurinn gistir nú fangageymslur lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag.