Kirkjan þarf að breytast

Bjarni Karlsson.
Bjarni Karlsson. mbl.is/G. Rúnar
Eft­ir Ingu Rún Sig­urðardótt­ur ing­ar­un@mbl.is

Í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann m.a. að kirkj­an verði að vera ör­ugg­ur staður og segja satt til að gegna hlut­verki sínu sem þjóðkirkja. „Þess vegna má ekki leng­ur skrifa kyn­lífssiðfræði í nafni krist­inn­ar trú­ar út frá stjórn­un­ar­sjón­ar­miðum. Tíðarand­inn er að breyt­ast og guðfræðin þarf að breyt­ast með og svara nýj­um spurn­ing­um sem snúa frem­ur að inn­taki sam­skipta en formi þeirra," seg­ir Bjarni sem hefði viljað sjá kirkj­una hafa meira frum­kvæði. „Við verðum að taka þetta skref, að leyfa hjóna­band sam­kyn­hneigðra. Gagn­kyn­hneigðar­hyggj­an, sem skil­grein­ir heilu hóp­ana til hliðar við sam­fé­lagið, er búin að kosta svo mörg manns­líf, fórn­ir og þján­ingu. Karla­veldis­kerfið er út­breidd­asta valda­kerfi ver­ald­ar­inn­ar og þegar dýpst er skoðað er það rekið áfram af ótt­an­um við dauðann. Það er ekki til erfiðari óvin­ur. Krist­in hefð á allt það sem svar­ar þessu. Þess vegna er það svo mik­il föls­un þegar menn leyfa sér að tengja þving­andi hug­mynd­ir sem niður­lægja fólk og gera mann­eskj­ur fram­andi hverja ann­arri við trú­ar­setn­ing­ar kirkj­unn­ar."

Nán­ar er rætt við Bjarna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka