Lokkaður inn í húsasund og rændur

Maður á sjötugsaldri var rændur í húsasundi við Laugaveg um kl. 2:30 í nótt. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lokkaði kona manninn inn í húsasundið en þar beið hans hinsvegar annar maður sem réðist á hann. Maðurinn var sleginn í andlitið og sparkað var í hann. Ræningjaparið hafði af manninum veski og síma.

Lögreglan segir manninn sem var rændur hafa verið fluttan á sjúkrahús, en hann rifbeins- og nefbrotnaði.

Ræningjarnir eru ófundnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka