Lokkaður inn í húsasund og rændur

Maður á sjö­tugs­aldri var rænd­ur í húsa­sundi við Lauga­veg um kl. 2:30 í nótt. Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu lokkaði kona mann­inn inn í húsa­sundið en þar beið hans hins­veg­ar ann­ar maður sem réðist á hann. Maður­inn var sleg­inn í and­litið og sparkað var í hann. Ræn­ingjap­arið hafði af mann­in­um veski og síma.

Lög­regl­an seg­ir mann­inn sem var rænd­ur hafa verið flutt­an á sjúkra­hús, en hann rif­beins- og nef­brotnaði.

Ræn­ingjarn­ir eru ófundn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert