Snjóflóð í Hlíðarfjalli

Mikið hefur snjóað í Hlíðarfjalli og þar hafa margir verið …
Mikið hefur snjóað í Hlíðarfjalli og þar hafa margir verið á skíðum um helgina. Engan sakaði þó þegar snjóflóðið féll fyrir ofan skíðasvæðið í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Um 100 metra breitt snjóflóð féll úr Hlíðarfjalli, þ.e. fyrir ofan skíðasvæðið, um eittleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyrir var fólk skammt frá þar sem flóðið féll, enda margir á skíðum í dag, en engan sakaði þó. Þá urðu engar skemmdir vegna flóðsins. Lögreglan segir að mikil snjóflóðahætta sé fyrir hendi og varar fólk þarna á ferli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert