Fálkaorður boðnar til sölu á eBay

Mynd af fálkaorðum, sem boðnar eru til sölu á eBay.
Mynd af fálkaorðum, sem boðnar eru til sölu á eBay.

Fálkaorður eru nú boðnar til sölu á uppboðsvefnum eBay. Um er að ræða tvö útboð á vegum aðila í Vancouver í Kanada. Annars vegar er um að ræða stjörnu stórkrossriddara fálkaorðunnar og riddarakross og er lágmarksverð 11 þúsund dalir, jafnvirði nærri 700 þúsund króna. Hins vegar er um að ræða stjörnu stórriddara og riddarakross og er verðið 3900 dalir, jafnvirði 245 þúsund króna.

Uppboðsfrestur er til 31. maí. Í kvöld höfðu engin boð borist í fálkaorðurnar.

Fálkaorða á eBay

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka