Lögregla kom í veg fyrir að fíkniefnum yrði smyglað inn á Litla-Hraun

Fangelsið á Litla-Hrauni.
Fangelsið á Litla-Hrauni. mbl.is/RAX

Lögreglan á Selfossi kom í gær í veg fyrir að fíkniefnum yrði smyglað inn á Litla- Hraun. Sagt var frá því í gær þegar ökumaður var stöðvaður á Þrengslavegi við venjubundið eftirlit í gær. Ökumaðurinn, sem var 18 ára og próflaus, reyndist vera undir áhrifum vímuefna. Tveir farþegar voru í bílnum og var fólkið flutt á lögreglustöð. Þar þefaði lögregluhundur uppi fíkniefni á einum farþeganna, eða 13. gr. af hassi og 11. gr. af hvítu efni.

Í ljós kom að umræddur farþegi, sem er 17 ára gömul stúlka, hafði falið fíkniefnin innvortis og var tilgangurinn að koma fíkniefnunum inn í fangelsið á Litla-Hrauni. Ekkert af fíkniefnum fannst hinsvegar í bifreiðinni eða á þriðja farþeganum sem er karlmaður um tvítugt.

Fólkið var yfirheyrt í gærkvöldi og sleppt að þeim loknum. Auk þess var fangi á Litla-Hrauni yfirheyrður í tengslum við málið.

Málið telst upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka