Sjö manns lentu í snjóflóðinu í Hlíðarfjalli

Svæðið þar sem snjóflóðið féll í Hlíðarfjalli.
Svæðið þar sem snjóflóðið féll í Hlíðarfjalli. mynd/Halldór Halldórsson

Sjö manns lentu í snjóflóðinu, sem féll í Hlíðarfjalli ofan Ak­ur­eyri laust eft­ir kl. 13 í dag. Fólkið var á ferð skammt neðan fjalls­brún­ar þegar flóðið féll. Fram kem­ur á vefn­um snjoflod.is, að eng­inn hafi meiðst og sjö­menn­ing­arn­ir hafi sloppið með skrekk­inn.

Á vefn­um kem­ur fram, að fólkið rann á ein­um stór­um snjófleka um 70-80 metra niður brekk­una. Hluti snjóflóðsins fór enn lengra niður.

Að sögn Hall­dórs Hall­dórs­son­ar, sem var einn þeirra sem lenti í flóðinu, var tölu­vert mik­ill nýr snjór í fjall­inu og stór hengja var þar sem vana­lega er farið upp á brún fjalls­ins. Sjö­menn­ing­arn­ir voru því á leið suður fyr­ir hengj­una þegar snjóþekj­an brast.

Hall­dór taldi að brot­stálið hafi verið um eða yfir 1 metri á þykkt og breidd­in gæti hafa verið um 100 metr­ar. Hann lýsti snjóþekj­unni þannig að nýr snjór hafi verið niður í allt að hné­dýpi en þar fyr­ir neðan virt­ist vera hjarn­skán eða skel og þar und­ir mýkri og veik­ari snjór.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert