Þétt umferð í bæinn

Mikil umferð er nú í bæinn.
Mikil umferð er nú í bæinn. mbl.is/Sverrir

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er umferðin á Vesturlands- og Suðurlandsvegi þung inn í höfuðborgina, enda fjölmargir á heimleið eftir að hafa lagt land undir fót þessa Hvítasunnuhelgi. Umferðin fór að þéttast eftir fjögur í dag og má búast við því að hún verði mikil fram að kvöldmatarleyti. Umferðin hefur þó gengið áfallalaust fyrir sig í blíðunni að sögn varðstjóra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka