50 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur

Fimm­tíu öku­menn voru stöðvaðir fyr­ir hraðakst­ur í um­dæmi lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu um hvíta­sunnu­helg­ina. Tveir karl­menn, sem áður hafa verið staðnir að um­ferðarlaga­brot­um, voru tekn­ir fyr­ir ofsa­akst­ur og voru þeir svipt­ir öku­rétt­ind­um til bráðabirgða.

Nítj­án öku­menn voru tekn­ir grunaðir um ölv­unar­akst­ur og tveir fyr­ir að aka und­ir áhrif­um fíkni­efna. Þá stöðvaði lög­regl­an sjö öku­menn sem höfðu þegar verið svipt­ir öku­leyfi en fjór­ir þeirra gerðust nú sek­ir um þetta brot öðru sinni. Sex aðrir öku­menn sem voru stöðvaðir í um­ferðinni um helg­ina höfðu aldrei öðlast öku­rétt­indi en einn þeirra virðist leggja þetta í vana sinn.

Sex­tíu um­ferðaró­höpp voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar um helg­ina, flest minni­hátt­ar. Tveir voru tekn­ir fyr­ir að aka á nagla­dekkj­um og þá stöðvaði lög­regl­an þrett­án öku­menn sem óku gegn rauðu ljósi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert