Alcan á Íslandi skoðar möguleika á að færa álverið

Alcan á Íslandi skoðar nú möguleika á að flytja starfsemi félagsins, sem nú rekur álver í Straumsvík. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að forsvarsmenn Alcan hafi í dag átt fund með sveitarstjórn Ölfuss og skoðað mögulegt landssvæði undir álver við Þorlákshöfn.

Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri Ölfuss, sagði að viðræður væru á byrjunarstigi en sveitarfélagið ætti mikið land sem væri heppilegt undir starfsemi á borð við þessa.

Íbúar Hafnarfjarðar höfnuðu í atkvæðagreiðslu nýlega deiliskipulagstillögu, sem gerði ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert