Hvítur hrossagaukur hreiðrar um sig í Eyjum

Hvítur hrossagaukur í Vestmannaeyjum.
Hvítur hrossagaukur í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurgeir

Tími farfuglanna er kominn, fuglaáhugamönnum til ómældrar ánægju. Fuglalífið í Vestmannaeyjum er fjölskrúðugt þessa dagana og þar eru m.a. hvítir hrossagaukar að undirbúa varp en hvítir hrossagaukar hafa sést í Vestmannaeyjum nokkur síðustu sumur og komið þar upp ungum.

Tildrur í sumarbúningi hafa einnig haft viðkomu í Eyjum nú í vor en þær eru trúlega á leið á varpstöðvar á Grænlandi.

Tildrur í sumarbúningi.
Tildrur í sumarbúningi. mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert