Impregilo segist ekki mismuna fólki í launum

Ítalska verk­taka­fyr­ir­tækið Impreg­i­lo hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fjallað er um ýms­ar ásak­an­ir, sem komið hafa fram síðustu daga frá Portú­göl­um, sem starfa hafa við Kára­hnúka­virkj­un. Seg­ir Impreg­i­lo m.a., það sé al­gjör­lega rangt að fyr­ir­tækið mis­muni fólki með launa­greiðslum og eng­inn fái meira eða minna greitt fyr­ir sömu vinnu.

Þetta hafi for­svars­menn verka­lýðsfé­lag­ana ít­rekað staðfest og þeir hafi aðgang að bæði launa­út­reikn­ing­um og launa­seðlum starfs­manna Impreg­i­lo.

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

    Und­an­farna daga hafa ís­lensk­ir fjöl­miðlar fjallað um ásak­an­ir fyrr­um starfs­manns við Kára­hnjúka , er lúta að aðbúnaði verka­manna þar. Um­rædd­ur starfsmaður starfaði við gangna­gerð á virkj­un­ar­svæðinu fyrr í þess­um mánuði - í tæp­ar tvær vik­ur. Á meðal þess sem fyr­ir­tæk­inu er gefið að sök er að búa illa að starfs­fólki sínu, að aðstæður séu frum­stæðar og að þjóðerni starfs­manna skipti máli hvað varðar kaup og kjör.

    Til þess að leiðrétta þær rang­færsl­ur sem fram hafa komið, vill fyr­ir­tækið koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

    Laun
    Það er al­gjör­lega rangt að fyr­ir­tækið mis­muni fólki með launa­greiðslum. Eng­inn fær meira eða minna greitt fyr­ir sömu vinnu – það sama geng­ur yfir alla. Laun eru byggð á þeim töxt­um sem ís­lensk verka­lýðsfé­lög hafa samið um við aðila vinnu­markaðar­ins. For­svars­menn verka­lýðsfé­lag­ana hafa ít­rekað staðfest þetta og hafa aðgang að bæði launa­út­reikn­ing­um og launa­seðlum starfs­manna Impreg­i­lo.

    Vinnu­tím­inn
    Að segja að starfs­menn við Kára­hnjúka vinni 14 tíma vakt­ir er í besta falli mis­vís­andi, í versta falli rangt. Við Kára­hnjúka er vinn­an skipu­lög í tvær til þrjár vakt­ir á dag, allt eft­ir því hversu langt í burtu vinnustaður­inn er frá svefn­skál­um starfs­manna. Hér ber þó að geta þess sér­stak­lega að göng­in sem sum­ir starfs­menn vinna inni í eru 50 kíló­metra löng. Sök­um vega­lengd­ar­inn­ar eru ferðalög inn í göng­in tíma­frek og geta lesta­ferðir orðið, sam­an­lagt, allt að þriggja tíma lang­ar til og frá vinnustaðnum. Þessu til viðbót­ar má bæta við allt að tveggja tíma langri rútu­ferð frá svefn­skál­un­um að gangnamunn­an­um. Ferðalög fyr­ir ein­staka verka­menn geta því orðið allt að fimm klukku­stund­ir á ein­um vinnu­degi. Þetta á þó aðeins við í ein­stök­um til­fell­um. Verka­menn þiggja laun á meðan ferðalög­un­um stend­ur. Yf­ir­vinna er greidd þegar það á við.

    Vatn í göng­un­um
    All­ir sem hafa unnið við gangna­gerð vita að vatns­rennsli í slík­um göng­um get­ur verið um­tals­vert. Í göng­un­um við Kára­hnjúka eru – og hafa verið frá upp­hafi starf­sem­inn­ar – öfl­ug­ar dæl­ur sem draga veru­lega úr rennsli vatns á vinnusvæðum. Engu að síður er ómögu­legt að búa svo um hnút­ana að alls ekk­ert vatn renni í göng­un­um. Á þeim ör­fáu stöðum þar sem vatn er allt að hné­djúpt vinna starfs­menn í vöðlum og eru klædd­ir í ull­ar­nær­föt.

    Máltíðir í göng­un­um
    Mötu­neyt­in við Kára­hnjúka eru alls fjög­ur og þar er fólk að störf­um 20 tíma á dag. Frá upp­hafi hafa verið út­bún­ar yfir 3.5 millj­ón­ir máltíða fyr­ir starfs­menn Impreg­i­lo og und­ir­verk­taka. Á nokkr­um vinnu­stöðum við Kára­hnjúka er ómögu­legt að flytja starfs­menn í mötu­neyti á mat­máls­tím­um. Slíkt myndi hafa í för með sér gríðarlega trufl­un á vinn­unni, sök­um þess langa tíma sem færi í ferðalög á milli staða. Í þeim til­fell­um sem þetta á við, er aðeins um eina máltíð á dag að ræða, sem snædd er inni í göng­un­um. Mat­ur­inn sem um ræðir er sá hinn sami og út­bú­inn er í mötu­neyt­um við Kára­hnjúka. Mat­ur­inn er flutt­ur í hitapakkn­ing­um á vinnusvæðið og berst starfs­mönn­um heit­ur.

    Mat­ur­inn sem er í boði
    Við Kára­hnjúka starfar fólk frá 32 þjóðlönd­um. Reynt er að tryggja fjöl­breyti­leika í mötu­neyt­um fyr­ir­tæk­is­ins, svo all­ir geti vel við unað. Meg­in­regl­an er að tryggja að mat­ur­inn sé nær­ing­ar­rík­ur, í nægu magni fyr­ir hvern og einn og að fólk geti valið úr nokkr­um mögu­leik­um. Mat­reiðslu­menn fyr­ir­tæk­is­ins eru meðal ann­ars frá Ítal­íu, Kína, Indlandi og Tyrklandi.

    Aðstæður í göng­un­um
    Aðstæður við Kára­hnjúka er mjög erfiðar og alls ekki fyr­ir hvern sem er. Starfs­menn þurfa því að geta aðlag­ast erfiðum aðstæðum, sem mörg­um reyn­ist erfitt. Fyr­ir­tækið kapp­kost­ar þó að betr­um­bæta aðstæður þar sem því verður viðkomið og tryggja ör­yggi starfs­manna sinna. Öllum starfs­mönn­um er út­vegaður all­ur sá búnaður sem nauðsyn­leg­ur er, þar með tal­inn besti ör­ygg­is­búnaður sem völ er á. Aðbúnaður starfs­manna upp­fyll­ir all­ar kröf­ur sem gerðar eru til fyr­ir­tæk­is­ins af ís­lensk­um stjórn­völd­um. Að mörgu leyti geng­ur fyr­ir­tækið mun lengra en lög­in kveða á um hvað varðar aðstæður og aðbúnað, en um­hverf­is- og starfs­manna­stefna fyr­ir­tæk­is­ins geng­ur að nokkru leyti lengra en ís­lensk lög og reglu­gerðir.

    Meng­un í göng­um
    Fylgst er afar vel með meng­un í göng­un­um. Þegar meng­un fer tíma­bundið yfir viðmiðun­ar­mörk er gripið strax til aðgerða. Stund­um er skyggni tak­markað í göng­un­um sök­um „þoku“ sem get­ur mynd­ast á nokkr­um stöðum, sök­um þess að hitamun­ur þétt­ir raka í loft­inu.

    Vinna á frí­dög­um
    Stund­um er unnið á sunnu­dög­um og al­menn­um frí­dög­um. Þegar unnið er á slík­um dög­um geta starfs­menn valið það sjálf­ir hvort þeir vilji vinna eða ekki. Hærra kaup er greitt fyr­ir vinnu á frí­dög­um og helgi­dög­um, rétt eins og kveðið er á um í kjara­samn­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert