Ók á skilti og sofnaði

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu elti olíubrák eftir að hafa séð niðurkeyrt umferðarskilti við Kársnesbraut. Fundu lögreglumennirnir sofandi mann í mikið skemmdum fólksbíl á Nýbýlaveg á móts við bílaumboð Toyota í Kópavogi. Maðurinn sem er um 35 ára brást illa við að vera vakinn af laganna vörðum og sparkaði í annan þeirra áður en hann tók til fótanna niður í Fossvogsdalinn þar sem hann náðist síðar og var handtekinn.

Lögreglumaðurinn fékk áverkavottorð og mun ökumaðurinn eiga von á kæru vegna árásarinnar en einnig mun liggja fyrir lyfjapróf en hann var í annarlegu ástandi er lögreglan kom að honum og er hann grunaður um ölvunar- eða vímuefnaakstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert