Segist hætta verði formaður Landssambands eldri borgara endurkjörinn

Borgþór Kjærnested, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, sagðist í samtali við mbl.is ætla að hætta í stjórn sambandsins verði Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, endurkjörinn sem formaður Landssambandsins.

„Ég sagði við Ólaf í dag að ég muni ekki vinna með honum áfram ef að hann verði endurkjörinn,“ sagði Borgþór og vísar til trúnaðarbrests sem hafi orðið á milli kjörfundarins og Ólafs.

Framkvæmdastjórnin kom saman til fundar í um 13:30 í dag og lauk þeim fundi um kl. 16. Borgþór segir að þar hafi verið farið yfir stöðu mála, en Ólafur var fundarstjóri. Hann segir málin hafa verið rædd með málaefnalegum hætti, ekki hafi verið um átakafund að ræða.

Aðspurður um niðurstöðu fundarins segir Borgþór ljóst að Ólafur hyggist bjóða sig til formanns gegn tillögu kjörstjórnar, sem hefur tilnefnt Helga Hjálmsson, núverandi varaformann, sem næsta formann Landssambandsins. Formannskjörið mun fara fram á Landsþingi sambandsins á sunnudaginn.

Borgþór sakar Ólaf um að hafa brotið gegn trúnaði með gögn kjörnefndarinnar og „augljóslega komið þeim á framfæri við fjölmiðla. Menn eru mjög gáttaðir á því í stjórninni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert