Strengdi kaðal yfir veginn

Bíll lenti sl. laugardag á nælonkaðli, sem strengdur hafði verið þvert yfir veginn um Syðridal í Bolungarvík. Að sögn lögreglu hafði kaðallinn hverið bundinn um staura í grindahliði og urðu talsverðar skemmdir á bifreiðinni.

Ungur drengur viðurkenndi að hafa gert sér þetta að leik og segir lögreglan, að hann hafi ekki virst gera sér grein fyrir þeirri hættu sem þetta tiltæki skapaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert