Ríkisstjórnin ætlar að fresta því til ársins 2009 að Búlgarar og Rúmenar geti komið án takmarkana til landsins og unnið eins og aðrir íbúar Evrópusambandsins og EES-svæðisins. Fram kemur í Blaðinu í dag að nýtt verði heimildarákvæði í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir við blaðið, að Búlgarar og Rúmenar, sem gengu í Evrópusambandið um síðustu áramót, hafi heimild til að koma hingað í gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur. Jóhanna segir ríkisstjórnina geta framlengt frestinn ef ástæða þykir til, eða til 2014.