Í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 2½ árs fangelsi fyrir fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku auk fleiri brota. Var maðurinn fundinn sekur um að hafa lokkað stúlkuna inn í kofa á leiksvæði í Vogahverfi í Reykjavík. Var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í bætur.

Vitnað er í dóminn á fréttavefnum vísi.is en þar kemur fram að ákæra á hendur manninum var í átta liðum og sneru fimm þeirra að kynferðisbrotum. Það alvarlegasta átti sér stað í janúar en í því var manninum gefið að sök að hafa lokkað fimm ára stúlku inn í kofa á leiksvæði og látið hana snerta lim sinn og hafa munnmök við sig. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi þó að hafa hitt stúlkuna á leiksvæðinu þennan dag. Var maðurinn hins vegar sakfelldur í ljósi þess hve framburður stúlkunnar var stöðugur og nákvæmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert