Í gæsluvarðhald vegna ráns

Hæstirétt­ur hef­ur fall­ist á kröfu lög­reglu um að maður, sem framdi rán í versl­un í Kópa­vogi sl. mánu­dags­morg­un, sæti gæslu­v­arðhaldi til 25. júní. Dag­inn áður en maður­inn framdi ránið var hann lát­inn laus úr fang­elsi þar sem hann afplánaði hluta fang­els­is­dóms fyr­ir þjófnað.

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hafði áður hafnað kröfu lög­reglu um gæslu­v­arðhald en Hæstirétt­ur seg­ir að fram sé kom­inn rök­studd­ur grun­ur um maður­inn hafi eft­ir að sá úr­sk­urður var kveðinn upp gerst sek­ur um til­raun til þjófnaðar og fíkni­efna­laga­brot auk þess sem lög­regla mun hafa hand­tekið hann í morg­un vegna gruns um þjófnað og akst­ur und­ir áhrif­um vímu­efna. Þessi brot varði fang­els­is­refs­ingu ef sök sann­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert