Lækjartorg, Stjórnarráð og Bernhöftstorfan myndi sterka heild

Lögð verður áhersla á að götumynd við Lækjartorg haldi sér …
Lögð verður áhersla á að götumynd við Lækjartorg haldi sér við nýtt skipulag mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Til stend­ur að halda arki­tekta­keppni um skipu­lag Lækj­ar­torgs­reits­ins á næstu vik­um. Skipu­lagið tek­ur m.a. til reit­anna að Aust­ur­stræti 22 og Lækj­ar­götu 2, þar sem mik­ill bruni varð fyr­ir skömmu, en einnig til Hress­ing­ar­skál­ans og Strætó­húss­ins á Lækj­ar­torgi. Þetta kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Var haft eft­ir Vil­hjálmi Þ. Vil­hjálms­syni að enn sé það for­senda að götu­mynd­in haldi sér sem best, og að áhersla verði lögð á að Lækj­ar­torg, Stjórn­ar­ráðið og Bern­höftstorf­an myndi sterka heild.

Sam­keppn­in verður að öll­um lík­ind­um hald­in inn­an fárra vikna, en ekki hef­ur verið ákveðið hvort fimm til sex arki­tekta­stof­ur verða vald­ar til að gera til­lög­ur, líkt og borg­ar­yf­ir­völd vilja, eða hvort opin sam­keppni verður hald­in líkt og Arki­tekta­fé­lag Íslands hef­ur óskað eft­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert