Pissaði á lögreglubíl

Lög­reglu­menn á höfuðborg­ar­svæðinu höfðu um helg­ina af­skipti af hálfþrítug­um karl­manni, sem kastaði af sér vatni á lög­reglu­bíl. Lög­regl­an seg­ir, að hafi mann­in­um þótt þetta spaugi­legt hafi runnið á hann tvær grím­ur þegar hann var færður á lög­reglu­stöð. Þar bar hann sig mjög aum­lega, iðraðist sár­an og sá eft­ir öllu sam­an.

Næturæv­in­týri hans fékk snögg­an endi og má maður­inn nú bú­ast við að fá 10 þúsund krón­ur í sekt en með hátta­lagi sínu braut hann gegn lög­reglu­samþykkt Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert