Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs

Kormákur Geirharðsson veitingamaður segir algerlega óljóst hvort og hvernig verði hægt að framfylgja ákvæðum breyttra tóbaksvarnarlaga, sem kveða á um bann við reykingum „innanhúss í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram.“

Kormákur segir að í Skotlandi hafi raunin orðið sú, að reykingabanni sem þessu hafi fylgt samdráttur í tekjum veitinga- og skemmtistaða, og hafi það leitt til þess að starfsfólki hafi verið sagt upp. Jafnvel geti svo farið að tekjumissir leiði til þess að skemmtistaðir leggi upp laupana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka