Skemmtibátur sökk við bryggju í Þorlákshöfn

Báturinn hífður upp úr sjónum í dag.
Báturinn hífður upp úr sjónum í dag.

Skemmtibátur sökk við bryggju í Þorlákshöfn í morgun. Að sögn eiganda hafði báturinn verið bundinn á sama stað í þrjár vikur og var í lagi með hann í gær en um klukkan 13 í dag tóku hafnarstarfsmenn eftir því að báturinn maraði í hálfu kafi og hékk í landfestunum.

Svo virðist, sem einhver hafi stytt í landfestunum að framan á flóði og síðan hafi fjarað undan bátnum þannig að framendinn hékk uppi en sjór flæddi inn í bátinn að aftan.

Lögregla var kölluð til og kannaði aðstæður. Var bátnum síðan lyft upp með krana og aðstoðaði kafari við það. Eitthvað tjón varð á bátnum en hann er tryggður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert