Vanskil fyrirtækja aukast

Samkvæmt tölum, sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum er hlutfall vanskila af útlánum í lok 1. ársfjórðungs 2007 0,8% samanborið við rúmlega 0,5% í árslok 2006. Í lok 1. ársfjórðungs 2006 var hlutfallið 0,6%. og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan.

Fjármálaeftirlitið segir, að vanskil, aðallega fyrirtækja, séu að aukast á ný eftir nær samfellda lækkun frá seinni hluta árs 2002.

Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að vanskil fyrirtækja séu hærri nú en verið hafi frá miðju ári 2005 en þó mun lægri en var á árunum þar á undan.

Ragnar segir, að svo virðist sem aukning í vanskilum fyrirtækja tengist fyrst og fremst yfirdráttarlánum. Vanskil einstaklinga séu nánast óbreytt frá því sem var í árslok 2006 og hafi þau ekki verið lægri á því sex ára tímabili sem yfirlitið nær yfir.

Frétt Fjármálaeftirlitsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert