Ályktun um að hvalveiðibann sé enn nauðsynlegt samþykkt

Fulltrúar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í kvöld.
Fulltrúar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í kvöld. AP

Álykt­un um að hval­veiðibann Alþjóðahval­veiðiráðsins sé enn nauðsyn­legt var samþykkt á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í Anchorage í Alaska í kvöld. Til­lag­an er í raun svar við til­lögu, sem samþykkt var í fyrra um að hval­veiðibannið hafi átt að vera tíma­bundið og sé orðið óþarft en nú hef­ur fjölgað í röðum þeirra ríkja, sem vilja viðhalda veiðibann­inu.

Í álykt­un­inni, sem samþykkt var í kvöld, er einnig vísað til þess að ekki eigi að gera nein­ar breyt­ing­ar á þeim tak­mörk­un­um á versl­um með kjöt og aðrar hvala­af­urðir, sem Sátt­mál­inn um versl­un með teg­und­ir í út­rým­ing­ar­hættu, CITES, kveður á um.

Stuðnings­menn til­lög­unn­ar sögðu nauðsyn­legt að hnykkja á þessu í ljósi þess að aðild­ar­ríki CITES, 171 að tölu, koma sam­an til árs­fund­ar í Amster­dam á sunnu­dag en þar verður farið yfir þær þúsund­ir dýra- og plötu­teg­und­ir, sem falla und­ir sátt­mál­ann og metið hvort breyta eigi skil­grein­ing­um.

Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar í Anchorage, gagn­rýndi þetta hins veg­ar í viðtali við AP frétta­stof­una og sagði að CITES ætti að taka ákv­arðanir út frá eig­in viðmiðunum, ekki póli­tík hval­veiðiráðsins.

Álykt­un­in var samþykkt með 37 at­kvæðum gegn 4 en Ísland og 25 aðrar þjóðir neituðu að taka þátt í at­kvæðagreiðslunni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert