Guðni Ágústsson: Engar sögulegar sættir

Frá fundi Alþingis í dag.
Frá fundi Alþingis í dag. mbl.is/Sverrir

Guðni Ágústson, formaður Framsóknarflokksins, segir engar sögulegar sættir hafa átt sér stað við myndun nýrrar ríkisstjórnar heldur hafi það gerst að íslenskur stjórnmálamaður, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hafi étið grautinn sinn, þótt hann væri saltur. Þá sagði hann stefnuræðu forsætisráðherra eina þá bragðdaufustu sem hann hefði heyrt, og spurði hví þingmönnum og almenningi væri sú vanvirðing sýnd að sagan væri aðeins hálfsögð.

Sagði Guðni að áætlanir nýrrar ríkisstjórnar byggi á stórum hluta á starfi og stefnumörkun framsóknar- og sjálfstæðismanna. 12.000 – 15.000 manns hafi verið án atvinnu árið 1995, nú sé hins vegar ríkissjóður skuldlaus og „líf og fjör í landinu”. Sagði Guðni nýja ríkisstjórn ekki virðast skynja að það væri við vaxandi vanda verðbólgu og viðskiptahalla að etja, og að stjórnin virtist sigla sofandi að feigðarósi.

Þá gagnrýndi Guðni það að ákveðið hafi verið að færa íbúðalánasjóð undir viðskiptaráðuneytið og sagðist kalla það líknardeild eða sölumeðferð. Þá sagði hann mikilvægt að horfa til byggðanna með nýjum hætti, hann væri hlynntir því að landið allt yrði eitt búsetu og atvinnusvæði, en sagðist vona að orðum fylgi efndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert