Þingflokkur Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu þingflokksformanns um tilnefningar flokksins í störf Alþingis og formennsku í nefndum.
Samkvæmt tillögunni verður Gunnar Svavarsson tilnefndur formaður fjárlaganefndar, Guðbjartur Hannesson formaður félags- og trygginganefndar, Helgi Hjörvar formaður umhverfisnefndar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður samgöngunefndar, Ágúst Ólafur Ágústsson formaður viðskiptanefndar og Katrín Júlíusdóttir formaður iðnaðarnefndar.
Þá verða Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Einar Már Sigurðarson tilnefnd sem fulltrúar flokksins í forsætisnefnd Alþingis.