Nálægt helmingur þeirra sem útskrifast með stúdentspróf eldri en 20 ára en viðmiðunaraldur í samanburðarlöndum er oftast 18 eða 19 ár. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins.
Vísað er í upplýsingar frá Hagstofu Íslands þar sem kemur fram, að meðalnámstími til stúdentsprófs var 4,9 ár árið 2004 og á skólaárunum 2001/2002-2004/2005 voru 45-48% þeirra sem útskrifuðust með stúdentspróf eldri en 20 ára.