Hrafnkell A. Jónsson látinn

Hrafnkell Jónsson.
Hrafnkell Jónsson.

Hrafnkell A. Jónsson, héraðsskjalavörður á Egilsstöðum, lést í fyrrakvöld á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum. Hann varð 59 ára.

Hrafnkell fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 3. febrúar 1948 og ólst upp í Klausturseli á Jökuldal. Foreldrar hans voru Guðrún Aðalsteinsdóttir matreiðslukennari og Jón Jónsson bóndi.

Hann var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum. Starfaði sem bóndi á Klausturseli og vann síðar almenn verkamannastörf og verslunarstörf á Eskifirði. Hrafnkell vann að verkalýðsmálum í mörg ár, var meðal annars í stjórn og formaður Verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði í tvo áratugi. Hann var héraðsskjalavörður við Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum frá árinu 1996.

Hrafnkell sat um árabil í bæjarstjórn Eskifjarðar, var um tíma forseti bæjarstjórnar og starfandi bæjarstjóri. Hann starfaði á vettvangi sveitarstjórnarmála á Austurlandi og að verkalýðsmálum á landsvísu, átti meðal annars sæti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Hann var um tíma varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók sæti á þingi, og var virkur í félagsmálum í héraði.

Hrafnkell kvæntist Sigríði M. Ingimarsdóttur, starfsmanni tómstundastarfs aldraðra, og eignuðust þau tvö börn, Bjartmar Tjörva og Fjólu Margréti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert