Hrafnkell A. Jónsson látinn

Hrafnkell Jónsson.
Hrafnkell Jónsson.

Hrafn­kell A. Jóns­son, héraðsskjala­vörður á Eg­ils­stöðum, lést í fyrra­kvöld á sjúkra­hús­inu á Eg­ils­stöðum. Hann varð 59 ára.

Hrafn­kell fædd­ist á Vaðbrekku í Hrafn­kels­dal 3. fe­brú­ar 1948 og ólst upp í Klaust­ur­seli á Jök­ul­dal. For­eldr­ar hans voru Guðrún Aðal­steins­dótt­ir mat­reiðslu­kenn­ari og Jón Jóns­son bóndi.

Hann var bú­fræðing­ur frá Bænda­skól­an­um á Hól­um. Starfaði sem bóndi á Klaust­ur­seli og vann síðar al­menn verka­manna­störf og versl­un­ar­störf á Eskif­irði. Hrafn­kell vann að verka­lýðsmá­l­um í mörg ár, var meðal ann­ars í stjórn og formaður Verka­manna­fé­lags­ins Árvak­urs á Eskif­irði í tvo ára­tugi. Hann var héraðsskjala­vörður við Héraðsskjala­safn Aust­f­irðinga á Eg­ils­stöðum frá ár­inu 1996.

Hrafn­kell sat um ára­bil í bæj­ar­stjórn Eskifjarðar, var um tíma for­seti bæj­ar­stjórn­ar og starf­andi bæj­ar­stjóri. Hann starfaði á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­mála á Aust­ur­landi og að verka­lýðsmá­l­um á landsvísu, átti meðal ann­ars sæti í miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands. Hann var um tíma varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók sæti á þingi, og var virk­ur í fé­lags­mál­um í héraði.

Hrafn­kell kvænt­ist Sig­ríði M. Ingimars­dótt­ur, starfs­manni tóm­stund­a­starfs aldraðra, og eignuðust þau tvö börn, Bjart­mar Tjörva og Fjólu Mar­gréti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert