Kristín Á. Guðmundsdóttir var endurkjörinn formaður Sjúkraliðafélags Íslands með 64% þeirra sem greiddu atkvæði, en 66% félagsmanna greiddu atkvæði. Formannskjör fer fram á þriggja ára fresti.
Á kjörskár voru 2204 en atkvæði greiddu 1449 eða 66%. Helga Dögg Sverrisdóttir fékk 492 atkvæði eða 34% en Kristín Á. Guðmundsdóttir fékk 928 atkvæði eða 64%. Auðir og ógildir seðlar voru 29 eða 2%.
Fulltrúaþing félagsins stendur í dag í BSRB húsinu.