Ólafur Þ. Stephensen, sem ráðinn hefur verið ritstjóri Blaðsins, segir breytingar fyrirhugaðar á blaðinu, í því augnamiði að auka lestur á því. Blaðið muni flytja fréttir af fólki og fyrir fólk, og auka áhersluna á fréttaflutning úr nánasta umhverfi lesenda.
Ólafur hefur verið aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2001 og starfað sem blaðamaður í tæp 20 ár. Segir í tilkynningu að ráðning Ólafs marki upphaf að nýrri sókn Blaðsins á dagblaðamarkaði þar sem Árvakur, útgáfufélag blaðanna tveggja, hafi sett sér að gera Blaðið að mest lesna dagblaði á Íslandi.