Ólafur Ragnar: Ágreiningur sem klauf þjóðina í áratugi gufaði upp

Lögreglumenn stóðu heiðursvörð á Austurvelli við þingsetninguna í dag.
Lögreglumenn stóðu heiðursvörð á Austurvelli við þingsetninguna í dag. mbl.is/KGA

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, gerði hraðar breyt­ing­ar í sam­fé­lag­inu að um­tals­efni þegar hann setti Alþingi í dag og sagði meðal ann­ars, að á liðnum vetri hefðu menn orðið vitni að því, að ágrein­ing­ur sem klauf þjóðina í ára­tugi gufaði upp og í staðinn komið víðtæk sam­vinna við að breyta gam­alli her­stöð í há­skóla­byggð, um að her­skál­ar verði nýtt­ir fyr­ir náms­menn og vopna­búr gert að vís­inda­stöð.

„Í viðræðum við fremstu há­skóla­menn í Am­er­íku hef ég fundið ein­læg­an og rík­an áhuga þeirra á að ger­ast þátt­tak­end­ur í þeirri veg­ferð. Að vera með okk­ur í því, að þróa há­skóla­byggð í her­stöðinni og helga þannig sam­vinnu yfir Atlants­hafið, sem áður var mótuð af köldu stríði, ögr­andi viðfangs­efn­um í vís­ind­um og tækniþróun á okk­ar tím­um. Við get­um virkjað til sam­starfs nýja banda­menn og staðið þannig að mál­um að eft­ir verði tekið víða um ver­öld," sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert