Ólafur Þ. Stephensen ráðinn ritstjóri Blaðsins

Ólafur Þ. Stephensen.
Ólafur Þ. Stephensen.

Ólaf­ur Þ. Stephen­sen hef­ur verið ráðinn rit­stjóri Blaðsins frá og með næstu mánaðamót­um. Hann hef­ur verið aðstoðarrit­stjóri Morg­un­blaðsins frá ár­inu 2001 og starfað sem blaðamaður í tæp 20 ár. Seg­ir í til­kynn­ingu að ráðning Ólafs marki upp­haf að nýrri sókn Blaðsins á dag­blaðamarkaði þar sem Árvak­ur, út­gáfu­fé­lag blaðanna tveggja, hafi sett sér að gera Blaðið að mest lesna dag­blaði á Íslandi.

Trausti Hafliðason, hef­ur verið rit­stjóri Blaðsins frá því í des­em­ber síðastliðnum. Hann á í viðræðum við Árvak­ur um að fara til annarra trúnaðarstarfa á veg­um fé­lags­ins. Hann mun þó starfa við hlið Ólafs á Blaðinu út júní.

Í til­kynn­ingu frá Árvakri seg­ir síðan:

„Ólaf­ur Þ. Stephen­sen sagði í dag að mark­miðasetn­ing Árvak­urs markaði þátta­skil í rekstri Blaðsins. „Við dreif­um Blaðinu í dag í 100 þúsund ein­tök­um og Blaðið hef­ur þegar náð góðri fót­festu á blaðamarkaðnum. Við erum að und­ir­búa breyt­ing­ar á efn­is­vali og efnis­tök­um sem við ætl­um að muni vekja at­hygli og auka lest­ur­inn enn.“

Ein­ar Sig­urðsson, for­stjóri Árvak­urs, sagði í dag að unnið hefði verið að því und­an­farna mánuði að breyta fé­lag­inu, sem lengst af var út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðsins ein­göngu. „Við höf­um gert Árvak­ur að al­hliða miðlun­ar­fyr­ir­tæki og sett okk­ur skýr mark­mið um vöxt allra miðla sam­stæðunn­ar. Við höf­um sett það mark­mið að Blaðið verði mest lesna fríblað á Íslandi, að Morg­un­blaðið festi sig í sessi sem stærsta og mest lesna áskrift­ar­blaðið og að mbl.is styrki stöðu sína enn sem lang­stærsti frétta- og afþrey­ing­armiðill­inn á net­inu. Við fylgj­um þess­ari mark­miðasetn­ingu eft­ir með vinnu­áætlun til næstu þriggja ára. Ráðning nýs rit­stjóra að Blaðinu nú er liður í þeirri áætl­un.“

Ólaf­ur Þ. Stephen­sen er stjórn­mála­fræðing­ur að mennt með MSc-gráðu frá London School of Economics and Political Science. Hann kom fyrst til starfa hjá Árvakri árið 1987 sem blaðamaður á Morg­un­blaðinu. Þar starfaði hann m.a. bæði í inn­lend­um og er­lend­um frétt­um og sem leiðara­höf­und­ur. Ólaf­ur var for­stöðumaður upp­lýs­inga- og kynn­ing­ar­mála hjá Sím­an­um 1998-2000 og for­stöðumaður stefnu­mót­un­ar- og sam­skipta­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins 2000-2001, en sneri þá aft­ur á Morg­un­blaðið.

Árvak­ur hf. hóf þátt­töku í fríblaðaút­gáfu haustið 2005 þegar fé­lagið keypti helm­ing hluta­fjár í Ári og degi ehf., út­gáfu­fé­lagi Blaðsins. Árvak­ur keypti síðan allt hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins í síðasta mánuði. Blaðið hef­ur frá upp­hafi verið prentað í prent­smiðju Árvak­urs og frá því í sept­em­ber í fyrra dreift með dag­blaðadreifi­kerfi Árvak­urs."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert