Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp

Þingmenn hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra.
Þingmenn hlýða á stefnuræðu forsætisráðherra. mbl.is/Brynjar Gauti

Kosningasigur Vinstri grænna gerði stjórnarskipti möguleg og þann draum Samfylkingarinnar að komast í ríkisstjórn. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ræðu sinni í fyrstu umferð umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra.

Sagði Steingrímur það ekki fylgistapi Samfylkingar að þakka tekist hafi að knýja fram stjórnarskipti, eða þeim 3% atkvæða sem Íslandshreyfingin fékk, heldur kosningasigri vinstri-grænna.

Þá spurði Steingrímur hvort þess væri að vænta að Samfylkingin gerði það upp við sig hvort þetta væri ríkisstjórnin sem hún vildi vera í eða hvort flokkurinn væri aðeins í ríkisstjórn vegna þess að sá vondi maður sem nú talaði hefði hrakið sig í hana.

Sagði Steingrímur að vinstri-græn hefðu verið að sönnu reiðubúin til að taka þátt í myndun myndun raunverulegrar félagshyggju- og umhverfisverndarstjórnar, en að nú bregði svo undarlega við að Samfylkingin fari inn í stjórnina með ásakanir um að það hafi verið tregðu vinstri-grænna um að kenna að ekki hafi verið mynduð stjórn án Sjálfstæðisflokksins.

Steingrímur sagði í ræðu sinni að veruleikinn væri sá að 2 – 3 vikum fyrir kosningar hefði Samfylkingin gefist upp og hafið að undirbúa stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og stungið Evrópustefnu sinni og öðrum ágreiningsefnum ofan í skúffu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert