„Þetta er bara rán"

„Þetta er nátt­úr­lega svo vit­laust að það er ekki hægt að tala um það. Það er eig­in­lega furðulegt að það skuli vera full­orðnir menn sem setja svona lög," seg­ir Stefán Hall­dórs­son um úr­sk­urð óbyggðanefnd­ar í þjóðlendu­mál­um á Norðaust­ur­landi sem kynnt­ur var á þriðju­dag. Stefán er einn af eig­end­um Brú­ar í Jök­ul­dal.

Stefán hef­ur ásamt öðrum land­eig­end­um átt í deil­um við Lands­virkj­un um vatns­rétt­indi vegna Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Standi úr­sk­urður óbyggðanefnd­ar þykir ljóst að ríkið á rúm­lega 60% rétt­ind­anna. Úrsk­urður­inn hef­ur því veru­leg áhrif á vatns­rétt­inda­málið, enda skerðast lönd Brú­ar, Valþjófsstaðar og Skriðuk­laust­urs veru­lega.

Stefán seg­ir úr­sk­urðinn ekki hafa komið sér svo mjög á óvart. Hann hafi alltaf grunað að það væri mein­ing­in að koma land­inu und­ir ríkið. Mikl­ir hags­mun­ir séu í húfi að því er varði vatns­rétt­ind­in.

„Þetta sama ríki rukk­ar mig um fast­eigna­gjöld af lóðum sem ég leigi í þessu landi sem þarna er tekið af mér. Þetta er bara rán, það er ekk­ert hægt að hafa önn­ur orð um það," seg­ir Stefán um úr­sk­urðinn. Hann seg­ir eng­an vafa á því að mál­inu verði skotið til dóm­stóla, menn verði að kom­ast að því hvort rétt­ar­kerfið virki.

Jón Sig­fús­son er fyrr­ver­andi odd­viti Sval­b­arðshrepps en hann gegndi embætt­inu þegar kröfu­gerð rík­is­ins var lögð fram. Sveit­ar­fé­lagið hafði talið sig eig­anda jarðar­inn­ar Vatns­enda en hún var úr­sk­urðuð þjóðlenda af óbyggðanefnd í gær. Jón seg­ir niður­stöður nefnd­ar­inn­ar al­mennt vera furðuleg­ar og byggt sé á heim­ild­um sem séu gaml­ar og á svig við það sem al­mennt hafi verið talið. Fólk í hreppn­um sé furðu lostið. „Ég veit ekki hvað maður á að segja. Manni finnst í hjarta sínu að það sé gjör­sam­lega verið að fót­umtroða þetta fólk sem hér hef­ur haldið uppi byggð á af­skekktu, harðbýlu svæði. Ég er viss um að þegar ís­lensk rétt­ar­saga verður skrifuð seinna meir þá verða þessi þjóðlendu­mál tal­in svart­asti blett­ur á henni í allri sam­an­lagðri sögu Íslands."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert