Þyrla kölluð til vegna slyss á Suðurlandsvegi

mbl.is/Júlíus

Þyrla landhelgisgæslunnar er nú á vettvangi umferðarslyss sem varð síðdegis í dag á Suðurlandsvegi austan við Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verða tveir fluttir á sjúkrahús í Reykjavík og eru meiðsl þeirra talin mjög alvarleg. Alls lentu fjórir í árekstrinum, en munu tveir þeirra hafa sloppið lítið meiddir. Suðurlandsvegur er lokaður og verður umferð ekki hleypt á hann næstu einn til tvo tímana að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka