Alvarlega slösuð á gjörgæsludeild

Áreksturinn var ákaflega harður.
Áreksturinn var ákaflega harður. mbl.is/Júlíus

Unga fjölskyldan sem lenti í hörðum árekstri austan við Selfoss í gær er á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Konan gekkst undir aðgerð í gær og er haldið sofandi í öndunarvél, bæði eru þau alvarlega slösuð og þriggja mánaða dóttir þeirra er sömuleiðis í eftirliti á gjörgæsludeildinni. Foreldrarnir eru bæði 26 ára.

Slysið varð um 5 km austan við Selfoss og vildi til með þeim hætti að jepplingnum sem hafði verið ekið í austurátt en var kyrrstæður í vegarkantinum, var ekið upp á Suðurlandsveg og virðist sem ökumaður hafi ætlað að snúa við með því að taka u-beygju á veginum. Þar með ók hann í veg fyrir jeppann sem ekið var í austurátt með fyrrgreindum afleiðingum.

Unga fjölskyldan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Slysið varð um klukkan 15.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert