Engin útköll vegna breytinga á lögum um tóbaksvarnir

Nýtt reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tók gildi í nótt.
Nýtt reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tók gildi í nótt. Reuters

Sex bílstjórar voru stöðvaðir fyrir ölvunarakstur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem leið. Að sögn Lögreglu er þetta óvenju mikið fyrir aðfaranótt föstudags en að öðru leyti var nóttin róleg. Engin útköll voru í tengslum við nýtt reykingarbann á veitinga- og skemmtistöðum að sögn varðstjóra hefur lögreglan ekki neina áætlun um hvernig hún hyggist bregðast við gerist menn brotlegir á þessum nýju lögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka