Fyrsta flugvél Iceland Express, sem flýgur milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar, lenti á flugvellinum á Egilsstöðum upp úr klukkan átta í morgun. Um borð voru um 50 farþegar en ríflega helmingi fleiri fylltu vélina sem flaug út um klukkan níu.
Iceland Express mun í sumar fljúga tvisvar í viku á milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar, á föstudögum og þriðjudögum. Fram kemur á fréttavef Austurgluggans, að góð ásókn sé í fyrstu flugin og uppselt sé í fyrstu sex föstudagsflugin frá Egilsstöðum.