Höfrungar leika listir sínar fyrir ferðafólk

mbl.is/Hafþór

Leitið ekki langt yfir skammt, stendur einhvers staðar og það átti við þegar hvalaskoðunarbáturinn Bjössi Sör var að láta úr höfn á Húsavík í vikunni. Báturinn var ekki kominn út úr höfninni þegar sást til höfrunga innan við Bökugarðinn. Þar var snúist í kringum höfrungana allt þar til þeir tóku strikið út úr höfninni og fylgdu hvalaskoðunarmenn þeim eftir um stund áður en stímt var út á flóann til freista þess að sjá fleiri hvali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert