Múrinn lagður niður

Vefritið Múrinn hefur formlega verið lagt niður, en síðasta færslan var birt á vefnum í gær. Múrinn var stofnaður af nokkrum róttækum einstaklingum í nóvember árið 1999, en síðan þá hafa hátt í 3.000 greinar um þjóðmál, menningu og pólitík birst á vefnum.

„Við sögðum strax í byrjun að það væri lykilatriði að við hefðum gaman af þessu og þetta mætti ekki snúast upp í að vera kvöð. Það hefur hins vegar ekki verið sami neistinn í þessu og í upphafi, menn eru orðnir eldri," segir Stefán Pálsson, einn af forsprökkum Múrsins.

Hann segir Múrinn hafa haft töluverð áhrif, t.d. í kjölfar árásanna 11. september 2001. „Þá vorum við á meðal fárra sem stóðu í lappirnar, og reyndum að tala máli skynseminnar."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert