Náttúruverndarsamtökin vilja draga úr sókn í þorskinn

Á aðalfundi Náttúruverndarsamtaka Íslands í vikunni var samþykkt ályktun þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að fara að að fara að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og draga úr sókn í þorskstofninn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiðistofni í undir 20% af veiðistofninum árlega.

Í ályktuninni er vísað til ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunar frá því á síðsta ári þar sem lagt er til að gripið verði til markvissra aðgerða með setningu aflamarks og endurskoðun aflareglu. Segir í ályktun Náttúruverndarsamtakanna, að því miður hafi sjávarútvegsráðherra hafnað þessari ráðgjöf vísindamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert