Nemendur í Suðvesturkjördæmi koma best út úr samræmdum prófum

Nemendur í skólum í Suðvesturkjördæmi komu best út úr samræmdum prófum í 10. bekk í vor, samkvæmt fyrstu niðurstöðum samræmdra prófa, sem Námsmatsstofnun hefur sent frá sér. Lökust var niðurstaðan hjá nemendum í Suðurkjördæmi.

Fram kemur í skýrslu Námsmatsstofnunar, að meðaleinkunn nemenda í íslensku var 6,6 í Suðvesturkjördæmi, 6,5 í Reykjavík, 6,4 í Norðausturkjördæmi, 6,2 í Norðvesturkjördæmi og 5,9 í Suðurkjördæmi. Meðaleinkunn yfir landið allt var 6,4.

Í Stærðfræði var meðaleinkunn yfir landið allt 6. Í Suðvesturkjördæmi var meðaltalið 6,6, í Reykjavík 6,2, í Norðausturkjördæmi 5,9, í Norðvesturkjördæmi 5,6 og í Suðurkjördæmi 5,2.

Í ensku var landsmeðaltal 7,1. Meðaltalið í Suðvesturkjördæmi var 7,3, í Reykjavík 7,2, í Norðausturkjördæmi og 6,6 í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

Prófað var í dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði en Námsmatsstofnun segir að vegna þess hve hlutfall nemenda, sem þreytir próf í þessum greinum sé ólíkt eftir skólum og landshlutum sé samanburður milli landshluta með öllu marklaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert