Segir sölu á Ísafold mikla í verslunum Kaupás

Reynir Traustason, ritstjóri hjá útgáfufélaginu Birtíngi sem gefur m.a. út tímaritið Ísafold, segir það rangt hjá Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra Kaupáss, að aðeins hafi selst um 200 eintök af Ísafold á mánuði í verslunum fyrirtækisins. Hið rétta sé að 500-750 eintök hafi að jafnaði selst af blaðinu á mánuði í verslunum Kaupáss.

Kaupás hefur tekið Ísafold úr sölu í verslunum sínum. Í tilkynningu frá Jóni Trausta Reynissyni, ritstjóra blaðsins, segir að að Ísafold sé eitt mesta selda tímaritið í verslunum Kaupáss og að því séu augljóslega ekki viðskiptalegar ástæður að baki ákvörðuninni. Jón Helgi sagðist hins vegar í samtali við mbl.is ekki hafa selt meira en um 200 eintök af blaðinu á mánuði.

Reynir Traustason segir, að um 500-750 eintök hafi selst af Ísafold á mánuði í verslunum Kaupáss og því hafi forstjórinn orðið uppvís að ósannindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert