Reynir Traustason, ritstjóri hjá útgáfufélaginu Birtíngi sem gefur m.a. út tímaritið Ísafold, segir það rangt hjá Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra Kaupáss, að aðeins hafi selst um 200 eintök af Ísafold á mánuði í verslunum fyrirtækisins. Hið rétta sé að 500-750 eintök hafi að jafnaði selst af blaðinu á mánuði í verslunum Kaupáss.
Kaupás hefur tekið Ísafold úr sölu í verslunum sínum. Í tilkynningu frá Jóni Trausta Reynissyni, ritstjóra blaðsins, segir að að Ísafold sé eitt mesta selda tímaritið í verslunum Kaupáss og að því séu augljóslega ekki viðskiptalegar ástæður að baki ákvörðuninni. Jón Helgi sagðist hins vegar í samtali við mbl.is ekki hafa selt meira en um 200 eintök af blaðinu á mánuði.
Reynir Traustason segir, að um 500-750 eintök hafi selst af Ísafold á mánuði í verslunum Kaupáss og því hafi forstjórinn orðið uppvís að ósannindum.