Eitthvað hlýtur að vera að fiskveiðistjórnuninni

Sævar Gunnarsson.
Sævar Gunnarsson.

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir skýrslu Hafró vera gríðarleg vonbrigði, og ástand þorskstofnsins skelfilegt. „Það hlýtur eitthvað að vera að í stjórnun veiðanna,“ sagði Sævar í samtali við mbl.is.

Það séu mikil vonbrigði að þorskstofninn skuli ekki lagast. „Við höfum farið eftir ráðgjöf Hafró í fjöldamörg ár,“ sagði Sævar, en að það virtist engu breyta.

Hann sagði ennfremur að sér sýndist skýrsla Hafró benda til að ástand annarra stofna en þorsksins væru ágætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert